Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Lyfja styrkti NES og FEBS
Föstudagur 7. nóvember 2008 kl. 15:53

Lyfja styrkti NES og FEBS



Lyfja opnaði dag nýja verslun í nýrri viðbyggingu Samkaupshússins. Að því tilefni færði fyrirtækið tveimur félögum á svæðinu sinn hvorn 100 þúsund króna styrkinn en það voru Félag eldri borgara á Suðurnesjum og íþróttafélagið Nes.

Í dag hafa fjölmargir lagt leið sína í nýju verslunina, enda ýmis opnunartilboð í gangi auk þess sem gestum er boðið upp á léttar veitingar.
Lyfja hefur þar með flutt starfsemi sína af Hringbrautinni og er nýja húsnæðið mun rúmbetra. Auk hefðbundinnar lyfjaverslunar býður Lyfja upp á breytt úrval af gjafa- og snyrtivöru.

VFmynd/elg: Sigurbjörn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Lyfju ásamt þeim Jenný Magnúsdóttur og Guðrúnu Ólafsdóttur, fulltrúm Nes og FEBS við afhendingu styrkjanna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024