Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Lundur með kynningar í Myllubakkaskóla og SpKef
Miðvikudagur 13. febrúar 2008 kl. 17:48

Lundur með kynningar í Myllubakkaskóla og SpKef

Forvarnarverkefnið Lundur verður með kynningu á starfsemi sinni sem og forvarnarfyrirlestra fyrir foreldra barna í Myllubakkaskóla í kvöld kl. 19:30.

Erlingur Jónsson, forsvarsmaður Lundar, hefur gert víðreist að undanförnu ásamt skjólstæðingum sínum og frætt fjölda manns um hættur fíkniefnaneyslu og ráð til úrbóta fyrir fíkla og aðstandendur þeirra.

Lundur var m.a. í Stóru-Vogaskóla í vikunni þar sem talað var fyrir starfsfólki, nemendum og foreldrum þeirra og verður með fyrirlestur fyrir starfsfólk Sparisjóðsins í Keflavík á morgun kl. 17.

Fundir og ráðgjöf eru alla mánudaga á göngudeild SÁÁ í rými Lundar í 88-húsinu. Hægt er að panta tíma á skrifstofu Reykjanesbæjar í síma 421-6700, en frekari upplýsingar má einnig finna á heimasíðu Lundar, www.lundur.net .

Frá forvarnarfundi í Vogum á mánudag. VF-mynd/Þorgils
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024