Lundur fékk góða gjöf
Forvarnarfélagið Lundur í Reykjanesbæ fékk í dag góða gjöf þar sem Sigurbjörg Guðmundsdóttir kom færandi hendi með peningagjöf.
Sigurbjörg hélt nýlega upp á afmæli sitt en benti gestum sínum á að vera ekki að kaupa gjöf í tilefni dagsins. Þess í stað bað hún fólk að setja fjárframlag í bauk sem hún síðan lét Lundi í té.
Gjöfin var að upphæð um 300.000 kr. og þakkaði Erlingur Jónsson, forsvarsmaður Lundar, innilega fyrir hlýhuginn og bætti því við að féð kæmi sér vel fyrir starfið.
VF-mynd/Þorgils – Erlingur og Sigurbjörg hittust í nýju húsnæði Lundar í Sjálfsbjargarhúsinu í Njarðvík í dag.