Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Lundinn afhentur í níunda sinn
Miðvikudagur 29. september 2010 kl. 08:31

Lundinn afhentur í níunda sinn


Það er orðin viðtekin venja að Kiwanisklúbburinn Keilir afhendi Lundann á Lundakvöldi klúbbsins sem að þessu sinni fór fram s.l. föstudagskvöld. Þar koma Keilisfélagar og gestir þeirra saman og gæddu sér á reyktum lunda sem oftast hefur fengist frá Vestmannaeyjum en síðustu tvö ár hefur hann verið sóttur út í Grímsey.
 
Að þessu sinni hlutu þeir Haraldur Haraldsson og Halldór Halldórsson úr Björgunarsveitinni Suðurnes Lundann en þeir félagar fóru fyrstir með íslensku rústabjörgunarsveitinni til Haiti um miðjan janúar s.l. og unnu þar þrekvirki. Þeir félagar þóttu því vel að þessari viðurkenningu komnir.
 
 
Mynd: Halldór og Haraldur tóku við viðurkenningunni, uppstoppuðum Lunda frá Birni Herberti Guðbjörnssyni. forseta Keilis. og Ragnari Erni Péturssyni. formanni Lundanefndar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024