Lundakvöld hjá Keili
Lundakvöld Kiwanisklúbbsins Keilis verður haldið föstudaginn 17. október n.k. í KK-salnum. Þetta er í annað skipti sem Lundakvöldið er haldið og hápunktur kvöldsins er þegar lundinn verður afhentur, en hann fær sá einstaklingur sem að mati nefndar klúbbsins hefur látið gott af sér leiða og eða unnið óeigingjarnt starf í þágu bæjarbúa og Reykjanesbæjar.
Verðlaunagripurinn er uppstoppaður lundi á steini ásamt áletraðri plötu og viðurkenningarskjal. Í fyrra fengu lundann þeir Vilhjálmur Þorleifsson og Óskar Ívarsson starfsmenn Reykjanesbæjar. Hægt er að nálgast miða á lundakvöldið hjá Jóni Snævari Jónssyni í síma 863-0124 en skemmtunin er opin þeim sem áhuga hafa og er miðaverð aðeins 2.500 krónur.
Hvað er kiwanis?
Kiwanis er alþjóðleg þjónustuhreyfing aðila sem hafa áhuga á því að taka virkan þátt í að bæta samfélagið, og sjálfan sig. Hreyfingin var stofnuð í Bandaríkjunum árið 1915. Það var hins vegar löngu síðar eða ekki fyrr en árið 1966 sem fyrsti klúbburinn var stofnaður á Íslandi.
Á Suðurnesjum eru starfandi þrír klúbbar, Keilir í Reykjanesbæ, Brú á Keflavíkurvelli og Hof í Garði. Þessir klúbbar mynda saman ásamt klúbbum í Hafnarfirði, Kópavogi og Garðabæ heild er nefnist Ægissvæði. Fjöldi annarra svæða eru á Íslandi og saman mynda þau umdæmið Ísland-Færeyjar. Talið er að á Íslandi séu um 1000 meðlimir í Kiwanis-hreyfingunni.
Markmið hreyfingarinnar eru mörg en miðast öll að eflingu samfélagsins og um leið einstaklingsins t.d. með því að stuðla að því að andleg og mannleg verðmæti skipi æðri sess en verðmæti af veraldlegum toga. Kiwanishreyfingin er þjónustuhreyfing en ekki afþreyingarhreyfing. Hreyfingin vinnur fyrir opnum tjöldum og hefur jafnframt enga helgisiði.
Kiwanis fyrir alla. Þetta eru kjörorð Kiwanis-hreyfingarinnar á Íslandi fyrir komandi vetur.
Hafirðu áhuga lesandi góður að kynna þér nánar starfið í Kiwanis-hreyfingunn þá má fá þær á heimasíðunni, kiwanis.is og hjá forseta Keilis, Óskari Ásgeirssyn sími 895 9601
Kiwanisklúbburinn Keilir
Verðlaunagripurinn er uppstoppaður lundi á steini ásamt áletraðri plötu og viðurkenningarskjal. Í fyrra fengu lundann þeir Vilhjálmur Þorleifsson og Óskar Ívarsson starfsmenn Reykjanesbæjar. Hægt er að nálgast miða á lundakvöldið hjá Jóni Snævari Jónssyni í síma 863-0124 en skemmtunin er opin þeim sem áhuga hafa og er miðaverð aðeins 2.500 krónur.
Hvað er kiwanis?
Kiwanis er alþjóðleg þjónustuhreyfing aðila sem hafa áhuga á því að taka virkan þátt í að bæta samfélagið, og sjálfan sig. Hreyfingin var stofnuð í Bandaríkjunum árið 1915. Það var hins vegar löngu síðar eða ekki fyrr en árið 1966 sem fyrsti klúbburinn var stofnaður á Íslandi.
Á Suðurnesjum eru starfandi þrír klúbbar, Keilir í Reykjanesbæ, Brú á Keflavíkurvelli og Hof í Garði. Þessir klúbbar mynda saman ásamt klúbbum í Hafnarfirði, Kópavogi og Garðabæ heild er nefnist Ægissvæði. Fjöldi annarra svæða eru á Íslandi og saman mynda þau umdæmið Ísland-Færeyjar. Talið er að á Íslandi séu um 1000 meðlimir í Kiwanis-hreyfingunni.
Markmið hreyfingarinnar eru mörg en miðast öll að eflingu samfélagsins og um leið einstaklingsins t.d. með því að stuðla að því að andleg og mannleg verðmæti skipi æðri sess en verðmæti af veraldlegum toga. Kiwanishreyfingin er þjónustuhreyfing en ekki afþreyingarhreyfing. Hreyfingin vinnur fyrir opnum tjöldum og hefur jafnframt enga helgisiði.
Kiwanis fyrir alla. Þetta eru kjörorð Kiwanis-hreyfingarinnar á Íslandi fyrir komandi vetur.
Hafirðu áhuga lesandi góður að kynna þér nánar starfið í Kiwanis-hreyfingunn þá má fá þær á heimasíðunni, kiwanis.is og hjá forseta Keilis, Óskari Ásgeirssyn sími 895 9601
Kiwanisklúbburinn Keilir