Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Lúlli sýnir teikningar í Kaffitári
Lúðvík Ágústsson, oftast kallaður Lúlli, er 8 ára og er hann nemandi í Akurskóla.
Miðvikudagur 22. apríl 2015 kl. 18:45

Lúlli sýnir teikningar í Kaffitári

Lúðvík Ágústsson, oftast kallaður Lúlli, er 8 ára og er hann nemandi í Akurskóla. Áhugi hans á því að teikna og lita hófst á leikskólanum Akri og hefur hann haldist síðan.

Næstu daga eða 24. apríl – 2. maí hefur fólk tækifæri til að sjá verkin hans en hann mun halda sína fyrstu myndlistarsýningu á Kaffitár í Innri-Njarðvík. Sýningin hans er liður í listahátíðinni List án landamæra á Suðurnesjum 2015. Hún er opin á opnunartíma kaffihússins sem er 09:00-17:00 á virkum dögum og 11:00-16:00 á laugardögum.

Teikningarnar hans tengjast einhverju úr daglegu lífi hans hverju sinni og eru þær mjög fjölbreyttar og skemmtilegar.  Lúlla gefst góður tími til að stunda list sína í skólanum og verkin á sýningunni eru öll unnin þar. Það verður skemmtilegt að fylgjast með Lúlla í framtíðinni því hann á framtíðina fyrir sér í listinni.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024