Luku 650 kílómetra göngu í kvöld
Göngugarparnir Hilmar Egill Sveinbjörnsson og Gunnar Júlíus Helgason úr Vogum luku í kvöld göngu sinni þvert yfir landið frá Fonti á Langanesi út á Reykjanestá, alls 650 kílómetra leið. Gangan hófst þann 6. júlí og er því búin að taka 20 daga.
Í dag, á lokaáfanga göngunnar gengu þeir frá Soginu um 30 km leið út á Reykjanestá og slógust nokkrir vinir og vandamenn í för með þeim síðasta spölin. Að meðaltali hafa þeir lagt að baki ríflega 30 kílómetra dag hvern en þeir hafa gengið frá 10 til 45 kílómetra á dag eftir aðstæðum hverju sinni.
Veðrið lék við þá félaga allan tímann enda voru þeir sólbrenndir og hraustlegir að sjá í kvöld og kváðust ekki kvíða því að fá harðsperrur núna þegar göngunni er lokið enda greinilega garpar í toppformi.
Safnað var áheitum fyrir gönguna sem renna munu til styrktar UMF Þrótti í Vogum og hafa viðbrögð verið góð.
Ennþá þá er hægt að koma áheitum til styrktar UMF Þrótti á reikning 1109-26-4498 og kennitalan er 640289-2529.
Mynd: Tekið var á móti Gunnari og Hilmari með blómvöndum út á Reykjanestá í kvöld. VF-mynd: elg
Í dag, á lokaáfanga göngunnar gengu þeir frá Soginu um 30 km leið út á Reykjanestá og slógust nokkrir vinir og vandamenn í för með þeim síðasta spölin. Að meðaltali hafa þeir lagt að baki ríflega 30 kílómetra dag hvern en þeir hafa gengið frá 10 til 45 kílómetra á dag eftir aðstæðum hverju sinni.
Veðrið lék við þá félaga allan tímann enda voru þeir sólbrenndir og hraustlegir að sjá í kvöld og kváðust ekki kvíða því að fá harðsperrur núna þegar göngunni er lokið enda greinilega garpar í toppformi.
Safnað var áheitum fyrir gönguna sem renna munu til styrktar UMF Þrótti í Vogum og hafa viðbrögð verið góð.
Ennþá þá er hægt að koma áheitum til styrktar UMF Þrótti á reikning 1109-26-4498 og kennitalan er 640289-2529.
Mynd: Tekið var á móti Gunnari og Hilmari með blómvöndum út á Reykjanestá í kvöld. VF-mynd: elg