Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • „Lukkugrísir“ á Listahátíð barna
    Hugrún Helgadóttir
  • „Lukkugrísir“ á Listahátíð barna
    Svala G. Hermans
  • „Lukkugrísir“ á Listahátíð barna
    Hugrún Helgadóttir
  • „Lukkugrísir“ á Listahátíð barna
    Svala G. Hermans
Þriðjudagur 30. maí 2017 kl. 09:25

„Lukkugrísir“ á Listahátíð barna

Þær Hugrún Helgadóttir, Svala G. Hermans og Melkorka Huld Marteinsdóttir duttu í lukkupottinn þegar nöfn þeirra voru dregin upp úr potti skessupóstkorta sem skilað hafði verið inn í Duus Safnahús á nýliðinni Listahátíð barna. Hátíðin gekk mjög vel og má segja að dýrin, sem voru viðfangsefni hátíðarinnar í ár, hafi svo sannarlega slegið í gegn jafnt hjá ungum sem öldnum en hvorki fleiri né færri en ríflega 4.000 gestir skoðuðu sýningarnar í Duus Safnahúsum þær tvær vikur sem þær stóðu.
 
Listahátíð barna sem fram fór í tólfta sinn dagana 4. – 21. maí heppnaðist mjög vel. Um er að ræða nokkuð umfangsmikið verkefni en að því starfa saman Listasafn Reykjanesbæjar, allir 10 leikskólar bæjarins, allir 6 grunnskólarnir, listnámsbraut Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Tónlistarskóli Reykjanesbæjar, Bryn Ballett Akademían og Danskompaní auk þess sem nokkrir menningarhópar koma að henni. Þannig snertir hátíðin ansi marga fleti í samfélaginu okkar sem gerir þetta einstakt verkefni. Undirbúningur fer fram stóran hluta úr vetri og afraksturinn af því frábæra starfi sem unnið er í skólum bæjarins fá bæjarbúar og gestir að njóta á vordögum í formi listsýninga og viðburða af margvíslegu tagi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024