„Lukku-Láki er maður...ríðandi hesti á“
Vigdís Viggósdóttir hefur verið búsett á Skagaströnd um árabil og dansað þar línudans af miklum móð, undanfarin 6 ár. Síðastliðið ár hefur hún verið búsett í Grindavík og fannst alveg ómögulegt að komast hvergi til að dansa línudans. Vigdís lagði höfuðið í bleyti, fékk aðstöðu í Sjávarperlunni í Grindavík og auglýsti línudansnámskeið á mánudagskvöldum frá kl. 20-22. Það var ekki að spyrja að áhuga grindvískra kvenna; þeir flykktust á námskeiðið og það var mikið stuð á liðinu þegar ljósmyndari VF leit á dansæfingu sl. mánudagskvöld - tónlistin ómaði um húsið og dansinn var stiginn af miklu listfengi.