Losti og þrá í Bústoð á Ljósanótt
Hún heitir Mæja listakonan sem er með sýningu um þessar mundir í húsgagnaversluninni Bústoð. Þema þessarar sýningar er: Þrá, Losti og Söknuður.Mæja er 29 ára listakona úr Reykjavík, sem hefur alla sína tíð málað og teiknað myndir af verum úr hennar eigin hugarheimi. Mæja er ævintýramanneskja og verur eru henni hugleiknar. Mæja segir; verurnar mínar lifa í annarri veröld en við en eru samt mjög svipaðir okkur.Ég hef skapað mína veru veröld þar sem umhverfið eru hólar og fjöll og fallegur himinn, verurnar lifa þar í sátt og samlyndi og þær eru glaðar, frjálsar og fallegar. Þær dansa mikið og eru mjög rómantískar. Mér eru einnig hugleiknar mannlegar kenndir, því jú, maðurinn er svo stórkostlega margslunginn, eina stundina sveiflumst við úr miklum söknuði yfir í mikla gleði eða öfugt, og þessar hugrenningar mínar endurspeglast í verkum mínum.
Sýning Mæju er í húsgagnaversluninni Bústoð fram yfir ljósanótt.
Sýning Mæju er í húsgagnaversluninni Bústoð fram yfir ljósanótt.