LÖNDUN Í SANDGERÐI Á VORDÖGUM
-Smábátarnirgæða hafnirnar lífiÞeim fer fjölgandi þessa dagana trillunum á handfærunum sem halda út á hverjum morgni og koma heim um miðaftanbil, þ.e. er kvóti er til staðar. VF tók púlsinn á vigtarkörlum svæðisins sl. mánudag. „Þetta hefur verið rólegt en trillurnar eru að týnast inn á hverjum degi. Nú eru um 20 smábátar á veiðum en þeim á eftir að fjölga. Í gær komu aðeins inn 5-6 trillur með 800-1500 kíló hver“ sagði Kjartan Adolfsson í Grindavík. „Þetta er svona reytingur og handfæratrillunum fjölgar á hverjum degi. Það er ágætisfiskerí hjá troll- og snurvoðarbátum en margar línutrillurnar eru komnar í eymd og voleyði, búnar með kvótann. Þá er flutningaskipið Green Scandia að taka hérna 1100 tonn afdýrafóðri“ sagði Guðmundur Einarsson í Sandgerði og bætti við að veðrið væri líka allt annað þarna en í Reykjanesbæ. Ísleifur Guðleifsson á vigtinni í Keflavík var ekki eins bjartur. „Hér er blankablíða en ekkert allt of mikið um að vera. Þetta er svona frekar dauft en þó ágætt hjá trillunum sem eru að koma með inn allt að 2 1/2 tonn enda fjölgar þeim hægt og rólega en tregt á netabátunum.“