Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Lömb í landnámsdýragarðinum
Þriðjudagur 3. maí 2011 kl. 17:53

Lömb í landnámsdýragarðinum


Landnámsdýragarðurinn við Víkingaheima í Reykjanesbæ opnaði um nýliðna helgi. Þangað eru komin fjölmörg dýr, stór og smá, sem gestir og gangandi geta notið að horfa á og í sumum tilvikum að klappa.

Í landnámsdýragarðinum eru komin lömb, kálfar, geitur með afkvæmi sín, hani, hænur, endur og kanínur, svo eitthvað sé nefnt.

Landnámsdýragarðurinn er opinn alla daga og er aðgangur ókeypis.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024