Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Loksins með nánustu innan seilingar
Sigurbjörn og sonur hans.
Sunnudagur 20. apríl 2014 kl. 11:00

Loksins með nánustu innan seilingar

Fyrstu páskarnir á Íslandi í 5 ár.

Keflvíkingurinn Sigurbjörn Arnar Jónsson (Sibbi) er að nýta páskana í að hvílast og einnig vinna smávegis. „Mín vinna tekur ekki tillit til rauðra daga svo maður notar það sem maður getur til afslöppunar.“ Sibbi gefur syni sínum eitt páskaegg og sjálfur er hann til í að smakka bæði Draums og Ríseggin. 

Starf hans hjá Crew ehf. er tengt ferðaþjónustunni svo að það litla sem hann mun ferðast í sumar verður innanlands og þá vinnutengt. Varðandi veturinn segir Sibbi: „Eftir 5 ár erlendis er óhætt að segja að þetta hafi verið frábær vetur, þrátt fyrir hálku og blandaða úrkomu. Að vera með sína nánustu í seilingarfjarlægð er eitthvað sem maður metur mun meira eftir að hafa prófað að vera fjarri í langan tíma.“ 
 
Vegna þeirrar staðreyndar að hann mun loksins vera á íslandi heilt sumar í fyrsta sinn síðan 2007, segir Sibbi hlæjandi að það verði ekki vafaatriði að það verður bjart yfir Íslandi í sumar. „Undanfarin sumur hefur vinna einkennt þau. Sumarið í fyrra var reyndar spes þar sem ég flutti frá Danmörku og vann í skamman tíma í Noregi svo það var öðruvísi en hefðbundin sumur. Þetta sumar mun einkennast af mikilli vinnu. Fríið verður eftir það.“ 
 
Það sem honum finnst best við sumarið er birtan, þótt hún mætti vera jafnari yfir árið. „En útlit Íslands að sumri er stórfenglegt og fjölbreytileiki hennar blómstrar á sumrin. Svo er auðvelt að ná upp sólbrúnku í útisundlaugunum okkar - ef það skín sól!“ 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024