Lokatónleikar í Grindavík í kvöld
Lokatónleikar Jesus Christ Superstar í flutningi kórs Keflavíkurkirkju og hljómsveitar verða í Grindavíkurkirkju í kvöld kl. 20:00.
Það var fullt út að dyrum í Sandgerði í gær og margir þurftu að frá að hverfa. Fólk er hvatt til að mæta tímanlega í kvöld vilji það ekki missa af þessum einstaka viðburði. Kirkjan opnar kl. 19:15.