Lokaorð Margeirs: Annars flokks þegnar
Fyrir mánuði ritaði ég lokaorð þar sem ég þakkaði þingmönnum Suðurkjördæmis fyrir slaka frammistöðu fyrir hönd Suðurnesja á þingi. Ég óskaði eftir í framhaldi þeirrar greinar að bæjarstjóri Reykjanesbæjar tæki að sér það skipuleggja fund með kjósendum á Suðurnesjum og þingmönnum. Ekkert hefur fréttst af því máli. Oddný Harðardóttir hefur lagt fram þingsályktunartillögum um stöðu sveitarfélagnna á Suðurnesjum. Þetta sama mál lagði hún fram á síðasta þingi, en það dó í nefnd. Oddný fær rós í hnappagatið fyrir að reyna.
Nýjustu fréttir sem við fáum af Suðurnesjum og landsmálunum er að það sé óþarfi að bólusetja börn hér við mislingum. En það er nauðsynlegt að gera það í öðrum landshlutum. Fær mann til að hugsa ekki satt.
Sökum aðgerðarleysis bæjarstjórans í skipulagi fundarins sem ég fól honum hér fyrir mánuði síðan, mun ég taka verkið að mér sjálfur. Þeir sem mig þekkja, vita hvernig ég vinn. Fundurinn verður haldinn fyrir 13. apríl næstkomandi en sá dagur er mér mjög kær. Þingmenn Suðurkjördæmis verða boðaðir á fundinn ásamt völdum sveitarstjórnarmönnum. Ég treysti því að kjósendur láti sjá sig. Spennandi verður að sjá viðbrögð þingmannanna.
Mæti enginn, þá er ljóst að kjósendur er sáttir við ástand mála eins og það er. Það væri svar í sjálfu sér um að Suðurnejsamenn væru sáttir við að vera annars flokks þegnar ríkisins.