Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Lokahnykkurinn fyrir Dance World Cup
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 21. júní 2023 kl. 09:33

Lokahnykkurinn fyrir Dance World Cup

Team DansKompaní stefnir á að fylgja eftir frábærum árangri í heimsmeistarakepninni á síðasta ári

Keppnislið DansKompaní í Reykjanesbæ, Team DansKompaní, æfa nú af kappi fyrir úrslitakeppni Dance World Cup sem haldið verður í Braga í Portúgal dagana 30. júní til 8. júlí. Liðið er skipað 53 dönsurum á aldrinum sjö til 25 ára en þau komust öll í landsliðshóp Íslands í febrúar síðastliðnum og hafa æft af krafti undanfarna mánuði fyrir úrslitakeppnina. Þessi flotti hópur er með átján atriði í keppninni í ár sem eru hvert öðru frábærari enda er stefnan sett á að fylgja eftir árangri liðsins frá því í fyrra þar sem hópurinn landaði m.a. einum heimsmeistaratitli, silfur- og bronsverðlaunum.

Lokahnykkurinn í undirbúningi fyrir keppnina er styrktarsýning sem haldin verður í Andrews Theater í kvöld, miðvikudagskvöldið 21. júní, kl. 19.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á sýningunni gefst fólki tækifæri á að sjá öll keppnisatriðin í allri sinni dýrð, styrkja þennan hæfileikaríka hóp og fá í leiðinni frábæra skemmtun fyrir alla fjölskylduna.

Miðaverð er 3.500 kr. og miða er hægt að nálgast hjá keppendum, í gegnum fésbókarsíðu Team DansKompaní en einnig verður miðasala á staðnum á sýningardag.

Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, leit inn á æfingu hjá hópnum fyrir skemmstu og smellti af nokkrum myndum.