Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Reykjanesbæ
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar 2018 í Reykjanesbæ verður haldin í dag, þriðjudag, í Bergi, Hljómahöll og hefst kl. 16:30.
Á hátíðinni munu nemendur í 7. bekk sem valdir hafa verið úr grunnskólum Reykjanesbæjar lesa brot úr skáldverki og ljóð. Að lokum mun dómnefnd velja þrjá bestu upplesarana og veita verðlaun. Á hátíðinni koma einnig fram ungir tónlistarmenn frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.
Gestir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.