Logi Geirsson með fyrirlestur fyrir unga fólkið
Logi Geirsson handboltakappi verður með fræðslufyrirlestur fyrir nemendur í 8. - 10. bekk miðvikudagskvöldið 26. október kl 20.00 í Fjörheimum (Hafnargötu 88). Á fyrirlestrinum mun Logi fjalla um mikilvægi þess að setja sér markmið og að lifa heilsusamlegu líferni. Aðgangur er ókeypis og húsið opnar klukkan 19.30.
Foreldrar eru hvattir til að hvetja börnin sín til að mæta.
Föstudaginn 28. október verður svo Hrekkjavökuball í Fjörheimum fyrir 8. - 10. bekk þar sem DJ Hjalz og Vics halda uppi stuðinu, nánar auglýst í grunnskólunum og á fjorheimar.is