Löggan á hælunum á hryssu! - myndasaga
Laganna verðir takast á við margvísleg verkefni þessa dagana. Tveir lögregluþjónar lentu í sérstöku útkalli í Sandgerði í dag.Hryssa í fúlu skapi hafði sloppið úr girðingu og stefndi með látum á byggðina í Sandgerði. Á móts við Flankastaði tókst lögregluþjónunum að komast í veg fyrir hryssuna og hestamaður úr Garðinum sem átti leið þar um kom taumi á dýrið. Því var komið aftur í girðingu og vonast til að skapið batnaði.
Hilmar Bragi tók meðfylgjandi myndir.
Hilmar Bragi tók meðfylgjandi myndir.