Loftfimleikar og trúðslæti
– Sirkus Íslands með sýningar í Keflavík
Sirkus Íslands hóf sýningar í Keflavík í gær en sirkustjaldinu Jöklu hefur verið tjaldað á Bakkalág milli Hafnargötu og Ægisgötu. Í gær voru tvær sýningar en í dag og á morgun verða þrjár sýningar báða daga. Á sunnudag verða svo tvær sýningar áður en tjaldið verður tekið niður að nýju.
Sirkustjaldið Jökla er 13 metra hátt og 800 fermetrar að stærð og þar er pláss fyrir 400 áhorfendur. 25 sirkuslistamenn eru með í för, frá trúðum til loftfimleikafólks og alls þar á milli. Meðfylgjandi myndir tók ljósmyndari Víkurfrétta á sýningunni Heima er best í gær.
VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson