Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Loftárás gerð á ljósmyndara
Laugardagur 14. júní 2003 kl. 20:17

Loftárás gerð á ljósmyndara

Loftárás var gerð á ljósmyndara Víkurfrétta í dag í orðsins fyllstu merkingu. Myndasmiður blaðsins var að fanga fuglalíf á Garðskaga á mynd á svæði sem kríur hafa greinilega eignað sér. Stöðugar árásir voru gerðar á ljósmyndarann. Hann var þó aldei goggaður en bifreið myndasmiðsins var hins vegar skitin í kaf!Meðfylgjandi mynd var tekin í einu árásarfluginu. Fleiri myndir úr náttúrulífi Suðurnesja í Víkurfréttum á fimmtudaginn.

VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024