Loddugangan í kvöld
– Sandgerðisdagar halda áfram
Dagskrá Sandgerðisdaga heldur áfram í dag. Hnátumót KSÍ fer fram í Sandgerði í dag þar sem hópur hæfileikaríkra stúlkna keppa í knattspyrnu. Þá verður diskótek fyrir yngstu börnin í Skýjaborg kl. 17-19
Í kvöld kl. 20:00 verður Lodduganga fyrir fullorðna. „Lítið en ljúft er veitt í Loddu“. Gengið er frá Vörðunni og farið í fróðlega ferð um þorpið.
Nánari dagskrá má sjá á vef Sandgerðisbæjar.
Hér að neðan er myndband sem Sjónvarp Víkurfrétta tók saman í vikunni um dagskrá Sandgerðisdaga.