Ljúfir tónar saxófónsins léku um Sjólyst
Dagný Dís Jóhannsdóttir, fimmtán ára saxófónnemandi í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, hélt litla stofutónleika í Unuhúsi í Garði laugardaginn 26. júní síðastliðinn.
Lögin sem Dagný flutti voru kynnt og stuttlega rætt um tónskáldin þótt öll séu þau þekkt. Þá var heitt á könnunni og boðið upp á nýbakaðar vöfflur.
Hollvinafélag Unu Guðmundsdóttur í Sjólyst bendir áhugasömum á að hægt sé að óska eftir að fá að halda stofutónleika í Unuhúsi án endurgjalds. Húsið er smátt í sniðum, eins og Una var sjálf, og tekur takmarkaður fjölda gesta. Tilvalinn vettvangur fyrir hljóðfæraleikara sem eru að stíga sín fyrstu skref.
Í spilaranum hér að neðan má sjá brot af tónleikunum.