Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ljúfir tónar saxófónsins léku um Sjólyst
Þótt Dagný Dís sé aðeins fimmtán ára gömul hefur hún náð mikilli leikni á saxófóninn enda búin að stunda námið í mörg ár. VF-myndir: JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 14. júlí 2021 kl. 08:27

Ljúfir tónar saxófónsins léku um Sjólyst

Dagný Dís Jóhannsdóttir, fimmtán ára saxófónnemandi í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, hélt litla stofutónleika í Unuhúsi í Garði laugardaginn 26. júní síðastliðinn.

Lögin sem Dagný flutti voru kynnt og stuttlega rætt um tónskáldin þótt öll séu þau þekkt. Þá var heitt á könnunni og boðið upp á nýbakaðar vöfflur.

Hollvinafélag Unu Guðmundsdóttur í Sjólyst bendir áhugasömum á að hægt sé að óska eftir að fá að halda stofutónleika í Unuhúsi án endurgjalds. Húsið er smátt í sniðum, eins og Una var sjálf, og tekur takmarkaður fjölda gesta. Tilvalinn vettvangur fyrir hljóðfæraleikara sem eru að stíga sín fyrstu skref.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Stuttlega var rætt um tónskáldin millii laga.
Áheyrendur kunnu vel að meta fallegan flutning Dagnýjar.

Í spilaranum hér að neðan má sjá brot af tónleikunum.