Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ljúfir tónar á nýárstónleikum
Laugardagur 25. janúar 2020 kl. 07:45

Ljúfir tónar á nýárstónleikum

Fjölmenni var á Nýárstónleikum þeirra Alexöndru Chernyshova sópran og Rúnar Þórs Guðmundsonar tenórs sem fram fóru 1. janúar í Ytri -Njarðvíkurkirkju. Með þeim voru Helgi Hannesson píanóleikari, Steinar Kristinsson trompetleikari, stúlknakór Tónlistarskólans í Grindavík og Elsa Waage kynnir.
Þetta er í annað sinn sem þau efna til þessa tónleika og eins og fyrra þá heppnuðust þeir með afburðum vel og vöktu mikla lukku meðal gesta. Lagaval var fjölbreytt og skemmtilegt, allt frá óperu og óperettutónlist yfir í söngleikja- og dægurlög. 
Hér má sjá stutt myndskeið sem Jón Hilmarsson tók á tónleikunum. Fleiri brot má finna á Youtube „Nýárstónleikar í Reykjanesbæ“.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024