Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ljósmyndasýningin Eldur og ís opin áfram
Föstudagur 10. september 2010 kl. 12:03

Ljósmyndasýningin Eldur og ís opin áfram


Ljósmyndsýningin Eldur og ís, sem opnuð var í Bíósal Duushúsa á Ljósanótt, hlaut góðar viðtökur og hefur verið ákveðið að hafa hana opna til sunnudagsins 19. september.
Á sýningunni sýnir ljósmyndarinn Ellert Grétarsson myndir frá ferðum sínum um undraheima íslenskra skriðjökla, útkulnaðar megineldstöðvar og forvitnileg eldvirk svæði í gosbelti Íslands en eldur og ís eru þau öfl sem mótað hafa jarðfræðiundrið Ísland í milljónir ára.
Sýningin er opin á opnunartíma Duushúsa. Opið er virka daga frá kl. 11:00 - 17:00 og um helgar frá kl. 13:00 - 17:00.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024