Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ljósmyndari Víkurfrétta valinn í úrvalslið listamanna
Mánudagur 25. september 2006 kl. 00:41

Ljósmyndari Víkurfrétta valinn í úrvalslið listamanna

Ellert Grétarsson, ljósmyndari Víkurfrétta, var nú fyrir helgi valinn í hóp 20 erlendra listamanna sem sýna munu í Limner galleríinu í New York nú  í nóvember. Sýningin er skipulögð af menningarfyrirtækinu Slow Art Productions en dómnefnd á þess vegum velur þátttakendur úr stórum hópi umsækjenda. Um er ræða árlega þematengda sýningu og ber hún að þessu sinni heitið Show of Heads þar sem viðfangsefnið er mannshöfuðið og ýmsar birtingarmyndir þess í samtímalist. Tjáningarformið spannar nánast allar greinar myndlistar en Ellert var eini ljósmyndarinn sem valinn var í hópinn.
Tímaritið Direct Art Magazine mun eftir áramót birta veglega umfjöllun um listamennina og verk þeirra.

Í dag lauk þriggja vikna einkasýningu á verkum Ellerts  í Renaissance galleríinu í listamiðstöðinni Narrows Center for the Arts sem staðsett er í Fall River, Massachuttes. Á henni voru hátt í 50 verk eftir Ellert, bæði ljósmyndir og stafræn myndverk tengd íslenskri náttúru. Sýningin var hluti af árlegri menningarhátíð Narrows sem jafnan er mjög fjölsótt.


Þá má geta þess að nú í sumar var Ellert þátttakandi öðru sinni í stórri alþjóðlegri sýningu sem ber heitið World Art Print Show og er haldin árlega í Þjóðlistasafninu í Sofia, Búlgaríu. Listamenn frá 57 löndum tóku þátt í sýningunni í ár og var Ellert eini fulltrúi Íslands.


 

Mynd: Ellert Grétarsson, ljósmyndari og blaðamaður Víkurfrétta.

 

Vefgallerí Ellerts er á slóðinni www.eldhorn.is/elg

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024