Ljósmyndarafélag á Suðurnesjum
Áhugi er fyrir því að setja á stofn ljósmyndarafélag á Suðurnesjum þar sem lærðir sem leiknir kæmu saman til að miðla fróðleik og upplýsingum um ljósmyndun. Er þá bæði átt við stafræna ljósmyndun, sem og á filmur. Ljósmyndadeild Víkurfrétta hefur tekið að sér að halda utan um stofnun félagsins með því að kanna áhuga fyrir slíku félagi.Þeir sem hafa áhuga á að stofna til ljósmyndarafélags á Suðurnesjum eru hvattir til að láta vita af sér með tölvupósti á [email protected] eða með því að hringja í síma 421 0002 á skrifstofutíma.
Fyrsti vinnufundur eða óformlegur stofnfundur verður kynntur nánar síðar.
Fyrsti vinnufundur eða óformlegur stofnfundur verður kynntur nánar síðar.