Ljósmyndara-synir koma með gosið beint í æð
Sigrún (Rúna) Kærnested Óladóttir, eigandi Zolo & Co, segist ekki hafa þurft að fara að gosstöðvunum. Strákarnir hennar, þeir OZZO og Garðar Ólafs hafa séð um að koma myndefni beint í æð hjá mömmu sinni. „Þeir eru búnir að ná ótrúlegum myndum og drónaskotum af gosinu, þannig að ég þarf ekkert að fara,“ segir Rúna í samtali við Víkurfréttir.
– Hvernig á að halda upp á páskana?
„Með mínum nánustu, borða góðan mat og páskaegg og svo hafa það extra kósý í ár.“
– Eru hefðir hjá þér um páskana eða í páskamat?
„Úff … það er erfitt að halda í gamlar hefðir núna … en svona fyrir utan það að drita páskaeggjum í börnin mín og barnabörn ;-) þá höfum við haft það þannig í mörg ár að hittast og borða saman heima hjá mömmu og pabba í Kvistalandinu, systkini mín, makar, börn og barnabörn, og átt saman góða kvöldstund, en það hefur náttúrulega ekki verið hægt síðan Covid!“
– Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri þetta ástand í heiminum?
„Notið þess að vera með fjölskyldunni í Kvistalandinu.“
– Hvernig er uppáhaldspáskaeggið þitt?
„Eitt sett páskaeggið.“
– Hver er þinn uppáhaldsmálsháttur?
„Margur heldur mig, sig!“
– Hvað viltu segja nú þegar nýjustu takmarkanir voru settar vegna Covid-19?
„Ég bara trúi því og treysti að þríeykið sé að gera það rétta í stöðunni fyrir litla fallega landið okkar!“
– Ertu búinn að fara á gosstöðvar?
„Nei, hef ekki farið. Ég er svo heppin að sé þetta allt í beinni hjá strákunum mínum, OZZO & Garðari Ólafs. Þeir eru búnir að ná ótrúlegum myndum og drónaskotum af gosinu, þannig að ég þarf ekkert að fara. Það er hægt að sjá efnið þeirra bæði á Facebook og Instagramminu þeirra: Ozzo photography & Gardar Olafs photography.“
Myndirnar tóku synir Rúnu.