Ljósmyndamaraþon hjá Fjörheimum
Ljósmyndamaraþon verður haldið á næsta Barakvöldi Fjörheima í Reykjanesbæ, miðvikudaginn 8. nóvember kl. 19.30.
Allir sem eiga stafrænar myndir og hafa gaman af því að taka myndir geta tekið þátt.
Skipt verður í lið sem fara svo á stúfana og taka myndir af fyrirfram ákveðnu þema og verður að taka myndir í þeirri röð sem er á blaðinu sem liðin fá.
Liðin fá 45 mínútur til að klára verkefnið og eftir á verða myndirnar birtar á www.fjorheimar.is
Vegleg verðlaun eru í boði auk fjörstiga fyrir Fjörliðin.
Allir sem eiga stafrænar myndir og hafa gaman af því að taka myndir geta tekið þátt.
Skipt verður í lið sem fara svo á stúfana og taka myndir af fyrirfram ákveðnu þema og verður að taka myndir í þeirri röð sem er á blaðinu sem liðin fá.
Liðin fá 45 mínútur til að klára verkefnið og eftir á verða myndirnar birtar á www.fjorheimar.is
Vegleg verðlaun eru í boði auk fjörstiga fyrir Fjörliðin.