Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ljósin kveikt á jólatrénu frá Kristiansand
Sunnudagur 4. desember 2005 kl. 15:11

Ljósin kveikt á jólatrénu frá Kristiansand

Mikið var um að vera á Tjarnargötutorgi í gær þegar ljósin voru tendruð á jólatrénu frá Kristiansand.

Glæsileg dagskrá var að vanda við þetta tilefni, en á meðal atriða sem skemmtu gestum í köldu en stilltu veðri má nefna Blásarasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og þá söng hljómsveitin Heitar Lummur með Kalla Bjarna í broddi fylkingar fyrir gesti.

Guttorm Vik, sendiherra Noregs á Íslandi, afhenti tréð formlega og Sigurþór Árni Þorleifsson, nemi í Holtaskóla, kveikti á trénu.

Í lokin var dansað í kringum jólatréð í félagsskap jólasveinanna sem tóku sér forskot á sæluna og kíktu til byggða til að vera viðstaddir.

Fleiri mynda frá hátíðinni er að vænta í myndasafni hér á vf.is.

VF-mynd/Þorgils
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024