Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Ljósin á jólatrénu tendruð
Fimmtudagur 25. nóvember 2010 kl. 08:49

Ljósin á jólatrénu tendruð


Fyrsti sunnudagur í aðventu er nú um helgina,  28. nóvember. Þá ætla Garðbúar að gera sér glaðan dag og tendra ljósin á jólatré bæjarins með viðhöfn sem hefst kl. 17:00.
Jólasveinninn kemur í heimsókn, bæjarbúum verði boðið upp á kakó og piparkökur, barnakór Gerðaskóla kemur fram og Víkingarnir syngja nokkur jólalög.

Messa verður í Útskálakirkju kl. 14:00 þennan sama dag. Fyrsti sunnudagur í aðventu er kirkjudagur kvenfélagsins og af því tilefni taka félagskonur  þátt í guðsþjónustunni, meðal annars lesa þær ritningarlestra dagsins.
Hinn árlegi jólabasar kvenfélagsins Gefnar hefst kl.15:00 í Kiwanishúsinu. Allur ágóði rennur í líknarsjóð félagsins.  

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024