Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ljósanótt: Vegleg dagskrá í dag
Laugardagur 2. september 2006 kl. 10:54

Ljósanótt: Vegleg dagskrá í dag

Ljósanótt í Reykjanesbæ stendur nú sem hæst og er dagskrá dagsins í dag ekki af verri endanum. Götulokanir hafa þegar tekið gildi og má nálgast kort af götuloknum Reykjanesbæjar á Ljósanótt með því að smella á þessa slóð: /ithrottir/numer/28258/default.aspx

Hægt er að nálgast alla dagskrá dagsins í dag með því að fara inn á vefsíðuna www.ljosanott.is en hér að neðan gefur að líta nokkur dæmi um hvað sé á boðstólunum í dag:

Frítt í leiktækin í Krakkalandi við Félagsbíó í boði Sparisjóðsins í Keflavík

Götuleikhús - Leikfélag Keflavíkur verður með götuleikhús á Hafnargötunni allan daginn og fram á rauða nótt.  Sirkus, trúðar og alls kyns skemmtilegheit.

Tívolí frá Sprell - Leiktæki verða við Félagsbíó og Svarta Pakkhúsið.

Sambíóin í Keflavík. Hinar bráðskemmtilegu bæjarlífsmyndir Viðars Oddgeirssonar sýndar í litla salnum allan laugardaginn.

13:00-18:00 Bókasafn Reykjanesbæjar, Hafnargötu 57. Fermingarmyndir. Sýning Byggðasafns Reykjanesbæjar á fermingarmyndum fyrri ára. Þar gefst fólki ekki einungis tækifæri á að skoða gamlar fermingarmyndir heldur verður hægt að kaupa eða panta myndir af eldri árgöngum.

13:00 - 23:00 Andlitsmálun í tjaldi Atlastaðafisks.

09:30 Íslandsleikar "Special Olympics" í Reykjaneshöll. - Keppt verður í frjálsum íþróttum og knattspyrnu, 7 manna liðum.   

Kl. 11:00 - 14:00 Varðskipið Ægir til sýnis í Keflavíkurhöfn.

11:00: Gönguferð um bæinn í fylgd leiðsögumanna. - Byrjað og endað við Duushúsin. Gangan tekur 1 klst. 

13:00 Árgangar hittast - Hittu gömlu vinina og kunningjana úr þínum árgangi á Ljósanótt: Allir fermingarárgangar ætla að hittast á Hafnargötunni kl. 13:00 og ganga svo saman  niður að stóra sviði.  Allir árgangar hittast á sama tíma á mismunandi stöðum; árgangur ´62 hittist við Hafnargötu 62, árgangur ´53 við Hafnargötu 53 og s.frv. Eftir 15- 20 mínútna spjall og samveru verður skrúðganga niður Hafnargötuna þar sem árgangur 90 leiðir eldri árganga niður að aðalsviði Ljósanætur undir lúðrablæstri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og með skemmtilegum uppákomum Leikfélagsins. Áætlaður komutími að aðalsviði er kl.13:50. Öll börn eru velkomin með foreldrum sínum.

Stekkjarkot er opið frá kl. 13:00 - 17:00.  Einnig verður hægt að skoða víkingskipið Íslending.

14:00 Sæþotu sýning  fyrir utan Ungó

Litla sviðið á Listatorginu við Svarta pakkhúsið, Hafnargötu 2- Tónlist og fleira allan daginn:

Dagskrá:
13:00 Hundafatatíska
13:30 Harmonikkufélagið
14:00 Rappararnir 2Leikmenn
14:30 Kvennakór Suðurnesja
15:00 Sönghópurinn Uppsigling
15:30 Karlakór Keflavíkur
16:00 Alexandra Chernyshova sópran
16:30 Strengjasveit Tónlistarskólans í Kyjov í Tékklandi
17:00 Ljóshærðir á Ljósanótt

Geimsteinn
Upptökuheimili Geimsteins við Skólaveg verður opið á Ljósanótt fyrir gesti hátíðarinnar föstudag, laugardag og sunnudag frá kl. 14:00 - 18:00.  Rúnar Júlíusson, Listamaður Reykjanesbæjar verður sjálfur á staðnum og ræðir við gesti.

18.00   Paddys-garðurinn, Aftan-festival, sigurvegararnir í blúskeppni Rásar tvö koma fram.

20:15 - 23:00 Stóra sviðið við Hafnargötu

Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar
Strengjasveit Tónlistarskólans í Kyjov flytur létt lög
Ljósalagið. Sigurlagið og höfundur þess kynnt í boði Sparisjóðsins í Keflavík
Trommudúettinn Ringó
Sálin hans Jóns míns flytur úrval vinsælla laga hljómsveitarinnar í boði Vífilfells
Norðan bál vekur upp Ægi - Mögnuð sýning ljósa og tónlistar í boði KB
banka.
Blys tendruð af bátum úti á Keflavík
Varðskipið Ægir sendir hátíðargestum kveðju
Flugeldasýning í boði Sparisjóðsins í Keflavík
Við minnum foreldra á útivistartíma barna og unglinga.

23:00 Myndlistaruppboðið - Eitt skemmtilegasta atriði Ljósanætur síðustu árin hefur verið uppboð Félags myndlistarmanna á verkum félagsmanna. Margir hafa gert þar góð kaup og eignast fyrsta flokks myndverk fyrir hlægilegt verð. Félagið mun ekki bregðast í þetta sinn og verður með uppboð í portinu við Svarta pakkhúsið strax eftir flugeldasýninguna.  Hagnaður af uppboðinu rennur í rekstur myndlistarskóla félagsins.

22.00 Flugeldasýning í boði Sparisjóðsins í Keflavík

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024