Ljósanótt sett í 11. sinn - myndir
Ljósanótt í Reykjanesbæ var sett í 11. sinn við Myllubakkaskóla í morgun þegar nemendur í leik- og grunnskólum slepptu 2000 blöðrum til himins.Nemendur komu til athafnarinnar í skrúðgöngu í litum skólanna og með fánum og trommuslætti.
Gítarsveit nemenda Gítar Myllos stjórnaði fjöldasöng sem endaði á fyrsta ljósalaginu Velkomin á Ljósanótt og Árni Sigfússon bæjarstjóri setti hátíðina.
Framundan er fjölbreytt dagskrá sem stendur yfir í fjóra daga eða til sunnudagsins 5. September. Má þar nefna gríðarlegan fjölda myndlistarsýninga, tónlistarveislu og skemmtun fyrir alla fjölskylduna enda er ljósanótt fyrst og fremst fjölskylduhátíð.
Svipmyndir frá setningunni í morgun eru komnar inn á ljósmyndavef Víkurfrétta á vf.is, sjá hér
http://vf.is/ljosmyndavefur/ljosnottsetning10/1/1/default.aspx
VFmynd/elg.