Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ljósanótt sett á morgun
Miðvikudagur 31. ágúst 2011 kl. 12:56

Ljósanótt sett á morgun

Á morgun, fimmtudaginn 1. september kl. 10.30 verður Ljósanótt sett í tólfta sinn. Setningin fer fram með þeim hætti að öll grunnskólabörn bæjarins og elstu árgangar leikskólans, rúmlega 2000 börn, koma syngjandi í skrúðgöngum, hver hópur frá sínum skóla og hver hópur merktur sínum lit.

Litirnir eru ekki aðeins tilkomnir sem litir skólanna heldur eiga þessir mismunandi litir einnig að minna okkur á fjölbreytileika mannkyns og að allir eru vinir þrátt fyrir ólíkan bakgrunn. Þetta er holl áminning í byrjun skóla og þegar börnin sleppa rúmlega 2000 litskrúðugum blöðrum í lok dagskrár, fagna þau ekki aðeins Ljósanótt heldur líka skólabyrjun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024