Ljósanótt nálgast
Undirbúningur stendur nú yfir af fullum krafti að næstu Ljósanótt, árlegum hápunkti menningar- og mannslífs í Reykjanesbæ. Í hádeginu í dag var undirritaður styrktarsamningur milli Reykjanesbæjar og Sparisjóðs Keflavíkur sem verður öflugur bakhjarl Ljósnætur. SpKef hefur verið aðalstyrktaraðili Ljósanætur frá upphafi en en þetta er í sjöunda sinn sem hún fer fram.
Dagskrá Ljósnætur er óðum að taka á sig endanlega mynd og eins og áður verður hún þéttskipuð og afar fjölbreytt þá þrjá daga sem hún stendur yfir.
VF-mynd/ [email protected] - Frá undirritun styrktarsamningsins í höfuðstöðvum SpKef í dag.