Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ljósanótt í 15 ár: 2010-2013
Sunnudagur 7. september 2014 kl. 09:00

Ljósanótt í 15 ár: 2010-2013

Geirfugl á Reykjanesi (Árið 2010)
Geirfuglinn, skúlptúr eftir Todd McGrain, var afhjúpaður á Ljósanótt árið 2010 við Valahnúk á Reykjanesi. Þar stendur fuglinn nú og horfir í átt til Eldeyjar, þar sem síðustu heimkynni hans voru. Þetta sama ár var listamaðurinn Guðmundur R. Lúðvíksson með magnaða sýningu í listasal Duus-húsa sem hét „Veisla fyrir skynfærin“.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Magnús og Árgangagangan (Árið 2011)
Magnús Jónsson, bróðir Steinþórs Jónssonar sem er einn af upphafsmönnum Ljósanætur, átti þessa frábæru hugmynd að Árgangagöngunni, sem nú er orðin eitt vinsælasta atriðið á Ljósanótt. Hér er Maggi í göngunni í sólinni 2011 en honum við hlið er nýbökuð bæjarstjórafrú, Jónína Guðjónsdóttir og fremst til hægri er Elísabet Magnúsdóttir, ritari bæjarstjórans. Meðal atriða þetta árið 2011 var Með blik í auga í fyrsta sinn og þótti heppnast afar vel. Á myndinni má sjá söngkonurnar Fríðu Dís Guðmundsdóttur og Birnu Rúnarsdóttur á sviðinu.

Grænmeti og ávextir í bæjarkeppni (Árið 2012)
Skemmtileg keppni milli bæjarfélaga fór fram á Flughóteli á Ljósanótt árið 2012 þar sem m.a. voru smíðuð farartæki úr ávöxtum og grænmeti. Þá voru gerðar athyglisverðar tilraunir með egg. Glæsileg dagskrá var á hátíðarsviðinu þar sem minning söngsystkinanna Ellýar og Vilhjálms Vilhjálmsbarna var heiðruð með vandaðri söngdagskrá.

Veðurguðir í óstuði (Árið 2013)
Í fyrsta skipti í sögu Ljósanætur var hátíðardagskrá á stóra sviðinu á laugardagskvöld frestað. Þrátt fyrir það tókst hátíðin afar vel eins og alltaf og allir skemmtu sér hið besta þótt einhverjir söngtónar hafi ekki heyrst um Hafnargötuna á laugardagskvöld. Í fyrra var Parísartorgið afhjúpað og Vatnstankurinn fékk alvöru andlitslyftingu. Þá voru tvö bæjarhlið einnig afhjúpuð.