Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ljósanótt í 13. sinn í Reykjanesbæ
Hér má sjá nokkra af þeim fjölmörgu aðilum sem koma að undirbúningi Ljósanætur þetta árið.
Þriðjudagur 28. ágúst 2012 kl. 10:07

Ljósanótt í 13. sinn í Reykjanesbæ

Búist við 30 þúsund gestum á eina af stærstu fjölskylduhátíðum landsins.

Fjölskyldu- og menningarhátíðin Ljósanótt í Reykjanesbæ verður haldin í 13. skiptið í ár og hefst n.k. fimmtudag 30. ágúst og stendur til sunnudagsins 2. september.

Ljósanótt telst til einnar stærstu fjölskylduhátíðar landsins. Í fyrra sóttu um 30 þúsund manns hátíðina og búist er við svipuðum fjölda í ár.       

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lögð er áhersla á að fjölskyldur  njóti daganna saman og til merkis um það munu um tvö þúsund grunn- og leikskólabörn hefja Ljósanótt á fmmtudagsmorgun við  Myllubakkaskóla með því að sleppa mislitum blöðrum til himins . Þær eru tákn um fjölbreytileika samfélagsins og  vonina sem býr í brjóstum íbúa um bjarta tíma.  Á laugardagskvöldið lýkur svo dagskrá dagsins með veglegri flugeldasýningu í boði HS orku hf. Á sunnudeginum halda margvíslegir viðburðir og sýningar áfram.

Á ljósanótt að þessu sinni eru rúmlega 50 sýningar á myndlist og handverki og tæplega 60 tónlistarviðburðir og uppákomur.

Vel  á 6. hundrað einstaklingar leggja sitt lóð á vogarskálar til að skapa fjölbreytileika í upplifun á Ljósanótt.

Landsbankinn er helsti styrktaraðili Ljósanætur en auk hans má nefna ,HS orku sem styrkir flugeldasýninguna eins og í fyrra.

Þótt Suðurnesjamenn hefðu gjarnan viljað kynna hið hressilega Suðurnesjaveður, sem lið í dagskrá, eru því miður líkur til að menn missi af Suðurnesjarokinu, því hægviðri er spáð og hlýindum, þótt e.t.v. kunni dropar að koma úr lofti þegar dregur nær helgi.

Í tilefni af 13. Ljósanæturhátíðinni var opnaður nýr vefur sem Kosmos og Kaos hafa unnið.  Á www.ljosanott.is er að finna allar upplýsingar um dagskrá, öryggisupplýsingar og margt fleira.