Ljósanótt hefst í dag
Ljósanæturhátíðin hefst með formlegum hætti í dag og standa hátíðarhöldin yfir fram á sunnudag. Klukkan 13 í dag verður púttmót við Mánagötu í boði Toyota og á eftir verða veitingar og verðlaunaafhending á Café Iðnó. Mynd mánaðarins í Kjarna á Skúli Thoroddsen og frá 13 til 17 verður listhúsið Stapagötu 20 í Innri Njarðvík opið. Frá klukkan 14 titl 18 verður opið hús að Skólavegi 12 þar sem upptökuheimili Geimsteins verður til sýnis, en þar mun Rúnar Júlíusson taka á móti gestum. Klukkan 16 opnar ljósmyndasýningin „Bærinn minn“ í húsakynnum Bókasafns Reykjanesbæjar þar sem hin fimm ára Salka Björt sýnir ljósmyndir sínar.Klukkan 17 opnar samsýning félaga í Félagi myndlistarmanna í Reykjanesbæ í Svarta pakkhúsinu og klukkan 20 í kvöld hefst hnefaleikakeppni í Íþróttahúsi Keflavíkur þar sem Steinþór Jónsson formaður Ljósanefndar mun setja hátíðina formlega. Um kvöldið verður hnefaleikakeppni milli Íslands og Danmerkur.
VF-ljósmynd: Frá síðustu Ljósanótt.
VF-ljósmynd: Frá síðustu Ljósanótt.