Ljósanótt formlega sett við Myllubakkaskóla
Sjáðu myndir frá setningarathöfn
Ljósanótt 2014 er formlega hafin. Venju samkvæmt fylktu leik- og grunnskóla Reykjanesbæjar liði að Myllubakkaskóla þar sem á þriðja þúsund blöðrur fengu að svífa upp til skýja. Bæjarstjórinn Kjartan Már Kjartansson setti athöfnina eftir að nemendur í Reykjanesbæjar höfðu sungið Meistara Jakob á nokkrum tungumálum og Ljósanæturlagið góða, Velkominn á Ljósanótt. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá viðburðinum en fleiri myndir má sjá á Ljósmyndavef okkar og síðar á facebook Víkurfrétta.
Við viljum svo minna á Ljósanæturleikinn okkar þar sem merkja þarf myndirnar með „hashtagginu“ #ljosanott2014