Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ljósanótt er ótrúlega skemmtileg hátíð
Rúnar Ingi fær Íslandsmeistarabikarinn í hendurnar. VF-mynd: JPK. Aðrar myndir eru úr safni Rúnars
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 2. september 2022 kl. 07:36

Ljósanótt er ótrúlega skemmtileg hátíð

og mikilvæg fyrir okkur sem bæjarfélag

Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Íslandsmeistara Njarðvíkur í körfuknattleik kvenna, hefur haft nóg fyrir stafni í sumar og ferðaðist víða með fjölskyldunni. Hann á margar góðar minningar frá Ljósanótt og segir mikilvægt fyrir bæjarfélagið að eiga svona flotta hátíð.

Hvernig varðir þú fyrsta sumarfríinu án takmarkana? 

„Það er búið að vera nóg að gera í sumar, blanda af fótboltaleikjum, körfuboltaþjálfun og vinnu ásamt smá fríi inn á milli þar sem við fjölskyldan fórum í ferðalag til Norður-Ítalíu og svo hef ég verið að finna mig meira og meira á flugustönginni með pabba í Eldvatninu.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Rúnar hefur verið að spreyta sig  á fluguveiði í sumar með góðum árangri eins og sést á myndinni til hægri en þar er Rúnar við veiðar í Eldvatni í Meðallandi. Það er ekki ofsögum sagt að Múlagljúfur sé magnaður staður en honum finnst Múlagljúfur uppáhaldsferðamannastaðurinn. „það er magnað að labba þangað.“ 


Hvað stóð upp úr? Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar? 

„Ítalíuferðin var alveg frábær og klárlega hápunktur sumarsins. Vorum á smá flakki og heimsóttum sjö mismunandi staði en Feneyjar, Lake Garda og Cinque Terre stóðu upp úr.  Einnig verð ég að minnast á skyndiferð með eiginkonunni á Þjóðhátíð en við fórum í eitt kvöld í Herjólfsdal sem er alltaf geggjuð upplifun.“

Rúnar og Natasha Anasi á Þjóðhátíð þar sem þau trúlofuðu sig fyrir fjórum árum.


Áttu þér uppáhaldsstað til að sækja heim innanlands? 

„Það eru svo margir fallegir staðir en ef ég þyrfti að velja einn þá er það Eldvatnið í Meðallandi. Það er algjör paradís, hvort sem það er í veðiferð eða bara til þess að slaka á með fjölskyldunni. Múlagljúfur er svo kannski uppáhaldsferðamannastaðurinn, það er magnað að labba þangað.“

Hvað ætlar þú að gera í vetur? 

„Veturinn verður skemmtilegur, vinna í flugturninum, kenna hjá Flugakademíu Íslands og svo auðvitað ætlum við í meistaraflokki kvenna hjá Njarðvík að verja titilinn og reyna bæta við í bikaraskápinn á kveðjuárinu í Ljónagryfjunni. Þannig það er nóg framundan ásamt því að njóta með fjölskyldunni.“

Fjölskyldan á Cinque Terre sem er svæði á ítölsku riveríunni. Á innfelldu myndinni er Harper Eyja Rúnarsdóttir að pósa í Feneyjum.


Hvernig finnst þér Ljósanótt? 

„Mér finnst Ljósanótt ótrúlega skemmtileg hátíð og það er virkilega mikilvæg fyrir okkur sem bæjarfélag að eiga svona flotta hátíð. Það er eitthvað að gera fyrir alla og hefur verið gaman að sjá hvernig hátíðin hefur þróast í gegnum árin.“

Hvaða viðburði ætlar þú að sækja á Ljósanótt? 

„Ég ætla mér að fara á nokkra tónleika, árlega kjötsúpan og árgangagangan. Svo er bara skemmtilegt að taka röltið niður í bæ og finna einhverjar faldar perlur.“

Hver er besta minningin þín frá Ljósanótt?

„Hvar á ég að byrja? Nokkur ár á gamla Ný-Ung planinu á unglingsárunum voru skemmtileg , tónleikar með Hjálmum og Valdimar eru minnistæðir en labbitúr í öll hús Reykjanesbæjar með körfunni í Njarðvík að selja Ljósanætur-geisladiskinn er eitthvað sem maður gleymir aldrei – Velkominn á Ljósanótt!“