Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Ljósanótt 2019: Gaman að gleðjast með bæjarbúum
Sólborg Guðbrandsdóttir
Sólborg Guðbrandsdóttir skrifar
fimmtudaginn 5. september 2019 kl. 16:36

Ljósanótt 2019: Gaman að gleðjast með bæjarbúum

Alexandra Sæmundsdóttir er 23 ára Keflvíkingur. Hún er á fjórða og síðasta árinu sínu í hjúkrunarfræði og starfar á slysa- og bráðamóttöku HSS og á legudeildinni. Henni finnst mjög skemmtilegt á Ljósanótt. 

„Þetta er eini tíminn þar sem allir íbúar Reykjanesbæjar koma saman og maður rekst loksins á fólk sem maður hefur kannski ekki séð í mörg ár, þrátt fyrir að búa i sama bæjarfélaginu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvaða viðburði ætlar þú að sækja?

„Planið er að rölta Hafnargötuna á laugardaginn, horfa á atriðin sem koma fram á sviðinu og skella mér svo á ballið.“

Hvað finnst þér ómissandi á Ljósanótt?

„Horfa á flugeldasýninguna, alveg klárlega.“

Hverju af hátíðinni myndir þú mæla með fyrir gesti?

„Rölta um að degi til, kíkja á útsölurnar og sjá flugeldasýninguna.“

Hver er eftirminnilegasta Ljósanóttin þín?

„Eftirminnilegasta var sú sem var í fyrra. Ég átti svo yndislegt kvöld með kærastanum.“