Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ljósanótt 2013: „Við syngjum um lífið…!“
Þriðjudagur 27. ágúst 2013 kl. 07:02

Ljósanótt 2013: „Við syngjum um lífið…!“

Menningar- og fjölskylduhátíðin Ljósanótt í Reykjanesbæ verður haldin í 14. skiptið í ár og hefst fimmtudaginn 5. september og stendur til sunnudagsins 8. september. Ljósanótt telst til einnar stærstu fjölskylduhátíðar landsins. Í fyrra sóttu um 20 þúsund manns hátíðina og búist er við svipuðum fjölda í ár.

Fjölbreyttir viðburðir verða á dagskrá alla dagana þar sem menning og listir verða áberandi ásamt ýmsum óvæntum og  skemmtilegum viðburðum fyrir alla fjölskylduna.
       
Í ár kynnum við til sögunnar nýtt slagorð Ljósanætur, „Við syngjum um lífið..!“  Þar er vísað í ríka tónlistarhefð svæðisins og vitnað í hinn ódauðlega texta, „Söngur um lífið“, sem Keflvíkingurinn Þorsteinn Eggertsson, einn ástsælasti textahöfundur landsins, samdi og Rúnar Júlíusson flutti á fyrstu sólóplötu sinni. Slagorðið er ekki síður lýsandi fyrir mannlífið á Suðurnesjum þar sem léttleikinn ríkir þrátt fyrir allt, við höldum áfram þótt á móti blási, syngjum um björtu hliðarnar og njótum lífsins meðan kostur er og hvetjum aðra til að gera það sama.

Dagskrá Ljósanætur verður formlega kynnt í dag auk þess sem skrifað verður undir samning við Landsbankann, sem er aðalstyrktaraðili Ljósanætur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024