Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ljósanótt 2007: Dagskráin að verða fullmótuð
Föstudagur 27. júlí 2007 kl. 12:01

Ljósanótt 2007: Dagskráin að verða fullmótuð

Verið er að leggja lokahönd á dagskrá Ljósanætur 2007 og verður hún afar fjölbreytt og skemmtileg að venju. Myndlistasýningar, tónleikar og aðrir menningarviðburðir skipta tugum, ef ekki hundruðum þá 4 daga sem hátíðin stendur frá fimmtudeginum 30. ágúst til 2. september.
Að þessu sinni verða helstu viðburðir utandyra á sviði við Keflavíkurtún, gengt Listasafni Duus og við Hafnargötu eins og síðustu ár. Lögð verður  sérstök áhersla á góða barnadagskrá  að þessu sinni.
 
Á meðal helsu atriði sem gestum Ljósanætur verður boðið upp á í ár má nefna hljómsveitirnar Nylon, Hjálma, Baggalút og Hálft í hvoru. X-factor stjarnan og sjarmörin Jógvan mun troða upp, Mugison og Ljótu hálfvitarnir líka, Garðar Thor Cortes, Páll Rósinkranz, Gospelkórinn og fleiri.
Eins og áður verður mikill menningarbragur yfir hátíðinni þar sem lista- og handverksfólk bæjarins leikur stórt hlutverk.
 
Nánar verður greint frá einstökum liðum síðar og dagskrá Ljósanætur verður hægt að nálgast á heimasíðunni www.ljosanott.is.

Mynd: Frá setningu Ljósanætur á síðasta ári.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024