Ljósalög á rólegri nótunum
Sönglagakeppni Ljósalagsins 2002 stendur nú yfir í veitingahúsinu Stapa og í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Skjá Einum. Tíu lög taka þátt í úrslitum og eru þau flest á rólegri nótunum. Flutningi laga lýkur upp úr kl. 23 og þá mun dómnefnd ráða ráðum sínum.Við greinum frá sigurlaginu um leið og niðurstaða dómnefndar liggur fyrir.