Ljósalagið komið í útvarpsspilun
Velkomin á Ljósanótt, sigurlagið úr sönglagakeppninni Ljósalagið 2002, er komið í spilun á öllum helstu útvarpsstöðvum landsins. Þannig hefur lagið bæði verið spilað á Rás 2 og á Bylgjunni í morgun. Það er Einar Ágúst sem flytur lagið en höfundur þess er Ásmundur Valgeirsson úr Njarðvík.Geisladiskur með 10 lögum úr úrslitum keppninnar kemur út í næstu viku en formlegur útgáfudagur er 6. september. Diskurinn verður fáanlegur í öllum helstu hljómplötuverslunum.