Ljósalagið 2008, "Í faðmi ljósanætur"
Samkeppninni um Ljósalagið 2008 er nú lokið og úrslit liggja fyrir. Fyrirkomulag keppninnar að þessu sinni var þannig að af 40 lögum sem bárust í samkeppnina valdi sérstök dómnefnd 5 lög sem lögð voru í dóm þjóðarinnar. Þjóðin valdi síðan sigurlagið í gegnum netkosningu á bylgjan.is.
Guðbrandur Einarsson, Védís Hervör Árnadóttir, Karl Hermannsson og Bjarni Ara skipuðu dómnefndina en útvarpsstöðin Bylgjan sá um framkvæmd netkosningarinnar.
Úrslit kosninganna er sem hér segir:
Í fimmta sæti: Á Hægri ferð eftir Hjörleif Ingason sem fékk 9,2% atkvæða.
Í fjórða sæti lagið: Djúpt, eftir Einar Oddsson sem fékk 13,7% atkvæða.
Í þriðja sæti lagið: Ég sá ljós eftir Hermann Inga og Jónas Hermannssyni 24,9% atkvæða.
Í öðru sæti lagið: Rokk og ról, eftir Ellert H. Jóhannsson og Sigurpál Aðalsteinss fékk 25,4% atkvæða.
Í fyrsta sæti lagið: Í faðmi ljósanætur eftir Halldór Guðjónsson og Írisi Kristinsdóttur 26,8% atkvæða.
Ljósanæturnefnd þakkar lagahöfundum fyrir þátttökuna í keppninni og óskar sigirvegaranum til hamingju.
Ljósalagið 2008, „Í faðmi ljósanætur” verður flutt á hátíðardagskrá Ljósanætur laugardaginn 6. september n.k. þar mun Sparisjóðurinn í Keflavík, aðalstuðningsaðili Ljósanætur, afhenda höfundi lagsins sigurlaunin 500.000 kr.