Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ljósalagið 2008,
Fimmtudagur 31. júlí 2008 kl. 13:33

Ljósalagið 2008, "Í faðmi ljósanætur"

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Samkeppninni um Ljósalagið 2008 er nú lokið og úrslit liggja fyrir. Fyrirkomulag keppninnar að þessu sinni var þannig að af 40 lögum sem bárust í samkeppnina valdi sérstök dómnefnd 5 lög sem lögð voru í dóm þjóðarinnar. Þjóðin valdi síðan sigurlagið í gegnum netkosningu á bylgjan.is.
Guðbrandur Einarsson, Védís Hervör Árnadóttir,  Karl Hermannsson og Bjarni Ara skipuðu dómnefndina en útvarpsstöðin Bylgjan sá um framkvæmd netkosningarinnar.
Úrslit kosninganna er sem hér segir:
Í fimmta sæti: Á Hægri ferð eftir Hjörleif Ingason sem fékk 9,2% atkvæða.
Í fjórða sæti lagið: Djúpt, eftir Einar Oddsson sem fékk 13,7% atkvæða.
Í þriðja sæti lagið: Ég sá ljós eftir Hermann Inga og Jónas Hermannssyni 24,9% atkvæða.
Í öðru sæti lagið: Rokk og ról, eftir Ellert H. Jóhannsson og Sigurpál Aðalsteinss fékk 25,4% atkvæða.
Í fyrsta sæti lagið: Í faðmi ljósanætur eftir Halldór Guðjónsson og Írisi Kristinsdóttur 26,8% atkvæða.

Ljósanæturnefnd þakkar lagahöfundum fyrir þátttökuna í keppninni og óskar sigirvegaranum til hamingju.
Ljósalagið 2008, „Í faðmi ljósanætur” verður flutt á hátíðardagskrá Ljósanætur laugardaginn 6. september n.k. þar mun Sparisjóðurinn í Keflavík, aðalstuðningsaðili Ljósanætur, afhenda höfundi lagsins sigurlaunin 500.000 kr.

Af vef Reykjanesbæjar.