Ljósaganga Bæjarhátiðar Suðurnesjabæjar verður í kvöld
Ljósaganga verður farin í kvöld, mánudag, á stígnum á milli Garðs og Sandgerðis í umsjón knattspyrnudeildar Reynis og Golfklúbbs Sandgerðis en Ljósagangan er hluti dagskrár Bæjarhátíðar Suðurnesjabæjar sem hófst í dag.
Gengið verður frá Þekkingarsetrinu í Sandgerði kl. 18:45 og frá Víðisvelli í Garði kl. 19:00 – gangan mætist svo á miðri leið hjá Golfklúbbi Sandgerðis það sem þátttakendur gleðjast saman.
Ljós, söngur, Jón Jónsson, grill og kjötsúpa. Strætó heim fyrir þá sem ekki treysta sér til að ganga til baka. Göngugarpar eru hvattir til að koma vel skóaðir og klæddir í gönguna.