Heklan
Heklan

Mannlíf

Ljós og tími - ljósmyndir úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar
Fimmtudagur 14. febrúar 2019 kl. 12:00

Ljós og tími - ljósmyndir úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar

Á síðustu 15 árum hefur Listasafn Reykjanesbæjar eignast fjölda listrænna ljósmynda sem nú má sjá á sýningu í Bíósal Duus Safnahúsa.  Þar má m.a. sjá verk eftir bæði innlenda og erlenda ljósmyndara s.s. Einar Fal Ingólfsson, Spessa, Katrínu Elvarsdóttur, Tom Sandberg, Vigdísi Handhammer.

Titill sýningarinnar vísar í helstu frumþætti miðilsins, þ.e. ljós og tíma. Einnig má velta fyrir sér orðum John Szarkowski, yfirmanns ljósmyndadeildar Nútímalistasafnsins í New York (M.O.M.A) og helsta sérfræðings í bandarískri ljósmyndun, sem setti fram athyglisverða kenningu um ljósmyndun þar sem hann skipti ljósmyndurum í tvo flokka; þá sem litu á ljósmyndun sem tæki til tjáningar á einkalegum viðhorfum, sem sagt „speglamenn“, og þá sem litu á hana sem tæki til hlutlausrar frásagnar af hinu séða, þ.e. „gluggamenn“.  

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Sýningin opnar föstudaginn 15. nóvember kl. 18.00 og stendur til 22. apríl.

VF jól 25
VF jól 25