Ljóðasamkeppni fyrir ungt fólk
LJÓÐ UNGA FÓLKSINS er titill á ljóðasamkeppni almenningsbókasafna og Máls og menningar. Hún er nú haldin í þriðja sinn og er orðinn fastur liður í starfsemi almenningsbókasafna. Eitt af þátttökusöfnunum er Bókasafn Reykjanesbæjar og hægt er að skila ljóðum þangað. Safnið á auk þess fulltrúa í dómnefnd.
Samkeppnin er fyrir börn á aldrinum 9 til 16 ára og er þeim skipt í tvo aldurshópa, 9 til 12 ára og 13 til 16 ára. Hver þátttakandi má skila inn allt að þremur ljóðum og skiptir þá ekki máli hvort þau eru til í skúffu eða samin sérstaklega fyrir keppnina. Skilafrestur er til 5. mars og verður hver höfundur að merkja ljóðin vel með nafni sínu, heimilisfangi, aldri og símanúmeri. Mál og menning mun gefa vinningsljóðin út á bók, ásamt úrvali ljóða úr keppninni.
Í dómnefnd sitja Iðunn Steinsdóttir, rithöfundur, sem jafnframt er formaður nefndarinnar, Sigþrúður Gunnarsdóttir, ritstjóri barnabóka hjá Máli og menningu og Svanhildur Eiríksdóttir, bókmenntafræðingur og fulltrúi Þallar, samstarfshóps um barna- og unglingamenningu á bókasöfnum.
Verðlaunaafhendingin fer fram 12. maí á árlegri sumargleði Barna og bóka, Íslandsdeildar IBBY, en þar verða einnig veittar viðurkenningar félagsins fyrir menningarstarf í þágu barna og unglinga.
Samkeppnin er fyrir börn á aldrinum 9 til 16 ára og er þeim skipt í tvo aldurshópa, 9 til 12 ára og 13 til 16 ára. Hver þátttakandi má skila inn allt að þremur ljóðum og skiptir þá ekki máli hvort þau eru til í skúffu eða samin sérstaklega fyrir keppnina. Skilafrestur er til 5. mars og verður hver höfundur að merkja ljóðin vel með nafni sínu, heimilisfangi, aldri og símanúmeri. Mál og menning mun gefa vinningsljóðin út á bók, ásamt úrvali ljóða úr keppninni.
Í dómnefnd sitja Iðunn Steinsdóttir, rithöfundur, sem jafnframt er formaður nefndarinnar, Sigþrúður Gunnarsdóttir, ritstjóri barnabóka hjá Máli og menningu og Svanhildur Eiríksdóttir, bókmenntafræðingur og fulltrúi Þallar, samstarfshóps um barna- og unglingamenningu á bókasöfnum.
Verðlaunaafhendingin fer fram 12. maí á árlegri sumargleði Barna og bóka, Íslandsdeildar IBBY, en þar verða einnig veittar viðurkenningar félagsins fyrir menningarstarf í þágu barna og unglinga.