Mannlíf

Ljóðasamkeppni Dagstjörnunnar 2024
Fimmtudagur 18. apríl 2024 kl. 08:29

Ljóðasamkeppni Dagstjörnunnar 2024

Hollvinafélag unu Guðmundsdóttur í Garði hefur um árabil efnt til ljóðasamkeppni meðal grunnskólabarna. Keppnin ber heitið Dagstjarnan, eftir fallegu blómunum, dagstjörnunni, sem uxu svo vel í litla garðinum við húsið hennar Unu í Sjólyst.

Markmið stjórnar félagsins er að þátttaka í ljóðasamkeppninni verði aftur eins og litli garðurinn hennar Unu, þ.e.a.s. að ljóðin verði eins og ótal margar dagstjörnur við Sjólyst.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona

Ljóðasamkeppnin er ætluð öllum íbúum sveitarfélagsins og bjóðum við sérstaklega alla nemendur í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins velkomna til þátttöku.

Ekki er sérstakt þema þetta árið og er því yrkisefni frjálst val höfunda.

Dómnefnd mun fara yfir ljóðin og velja þau bestu. Verðlaun verða veitt á sumardaginn fyrsta þann 25. apríl nk. Vinsamlegast sendið ljóðin í umslagi og nafn höfundar í öðru umslagi inni í því. Skila skal ljóðunum fyrir 22. apríl á bæjarskrifstofu Suðurnesjabæjar, Sunnubraut 4, 250 Garði.


Stjórn Hollvinafélags Unu Guðmundsdóttur í Sjólyst.