1. maí 2024
1. maí 2024

Mannlíf

Ljóðasamkeppni Dagstjörnunnar 2024
Fimmtudagur 18. apríl 2024 kl. 08:29

Ljóðasamkeppni Dagstjörnunnar 2024

Hollvinafélag unu Guðmundsdóttur í Garði hefur um árabil efnt til ljóðasamkeppni meðal grunnskólabarna. Keppnin ber heitið Dagstjarnan, eftir fallegu blómunum, dagstjörnunni, sem uxu svo vel í litla garðinum við húsið hennar Unu í Sjólyst.

Markmið stjórnar félagsins er að þátttaka í ljóðasamkeppninni verði aftur eins og litli garðurinn hennar Unu, þ.e.a.s. að ljóðin verði eins og ótal margar dagstjörnur við Sjólyst.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Ljóðasamkeppnin er ætluð öllum íbúum sveitarfélagsins og bjóðum við sérstaklega alla nemendur í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins velkomna til þátttöku.

Ekki er sérstakt þema þetta árið og er því yrkisefni frjálst val höfunda.

Dómnefnd mun fara yfir ljóðin og velja þau bestu. Verðlaun verða veitt á sumardaginn fyrsta þann 25. apríl nk. Vinsamlegast sendið ljóðin í umslagi og nafn höfundar í öðru umslagi inni í því. Skila skal ljóðunum fyrir 22. apríl á bæjarskrifstofu Suðurnesjabæjar, Sunnubraut 4, 250 Garði.


Stjórn Hollvinafélags Unu Guðmundsdóttur í Sjólyst.